Persónuverndarstefna

Brnir.is (Stjórnstöðin) er umhugað um persónuvernd og réttindi viðskiptavina sinna og við viljum hafa allt á hreinu um hvaða upplýsingar safnast upp hjá okkur þegar þú notar síðuna. Hér að neðan geturðu skimað í gegnum það en hafirðu frekari spurningar skaltu endilega hafa samband.

Upplýsingum er safnað þegar notendur heimsækja netverslun eða panta vörur frá fyrirtækinu og að auki þegar þeir skrá sig á póstlista eða búa til aðgang fyrir vefverslun. Einstaklingum sem heimsækja netverslunina gefst tækifæri á að uppfæra stillingar er varða gagnaöflun og hafa þannig áhrif á upplýsingar sem safnað er um þá, en slíkt kann þó að hafa áhrif á virkni síðunnar. Stjórnstöðin slf. er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu. Meðferð Brnir.is á persónuupplýsingum er samkvæmt gildandi lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma á Íslandi.

Varðveisla og öryggi gagna

Við leitumst ávallt við að tryggja örugga varðveislu persónuupplýsinga. Vefverslunin er keyrð á vefverslunarkerfi Shopify sem notast við SSL-vottorð. Shopify er viðurkennt sem PCI DSS vottaður aðili sem er öryggisstaðall sem tryggir meðferð kortaupplýsinga. Nánari upplýsingar getur þú séð á vef Shopify.

Við getum aldrei ábyrgst gagnaleka sem kominn er til vegna þriðja aðila eða vegna netárása. Notendum er bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þeir telja hættu á að tilteknar upplýsingar sem þeir hafa gefið okkur séu í hættu. Ef upp kemur öryggisbrestur sem hefur áhrif á persónuupplýsingar munum við tilkynna slíkt til Persónuverndar og eftir atvikum til þín eftir því sem lög mæla fyrir um.

Persónuvernd og vefkökur

Fyrir okkur er öryggi í fyrirrúmi og leggjum við mikið upp úr því að tryggja okkar viðskiptavinum að persónuupplýsingar séu meðhöndlaðar með þeim hætti. Hægt er að nálgast persónuverndarstefnu okkar hérna, þar sem einnig er hægt að nálgast vefkökustefnu okkar. Vefkökurnar eru litlar textaskrár sem vefsvæðið setur inn á tölvuna þína til þess að Brnir.is þekki þig aftur og viðskiptin verði straumlínulöguð.

Hvaða persónuupplýsingum söfnum við?

Við notum persónuupplýsingar alla jafna í þeim tilgangi að virkja aðgang þinn að vefsíðum okkar, veita þér betri þjónustu og til upplýsa þig um vörur, tilboð og nýjungar sem við teljum að þú hafir áhuga á. Þetta eru persónuupplýsingarnar sem Brnir.is kann að safna um þig:

  • Tengiliðaupplýsingar, s.s. nafn, kennitölu, kyn, heimilisfang, tölvupóstfang og símanúmer. Þetta gerum við til þess að geta afhent þér vörur, þjónustu og senda þér tilkynningar um nýjar vörur.
  • Greiðsluupplýsingar, t.d. debet eða kreditkortanúmer.
  • Upplýsingar um vörukaup- eða þjónustu, svo sem um dagsetningu viðskipta, hvar viðskiptin áttu sér stað og hvað var keypt.Þetta gerum við til þess að halda utan um kaupsögu og við skil og skipti á vörum
  • Samskipta saga
  • Markaðssetning á netinu, þegar við sendum þér markaðs- og tilboðsefni með tölvupósti eða SMS-skilaboðum s.s. auglýsingar, kynningarefni, kannanir, afsláttarkóða, tilboð og meðmæli með vörum, enda hafir þú áður veitt samþykki fyrir slíkri notkun. Þessi markaðssetning kanna að vera byggð á upplýsingum um kaupsögu þína þannig að þú fáir upplýsingar og tilboð sem við teljum sniðin sérstaklega að þér. Þú getur afturkallað samþykki þitt fyrir slíku kynningarefni hvenær sem er.
  • Vefmælingar og vefgreiningar, þegar þú heimsækir vefsíður okkar söfnum við gögnum sjálfkrafa sem fela í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund vafra, auðkenni tölvunnar og stýrikerfi. Einnig eru skráðar upplýsingar um að þú tengist vefsíðunni okkar í gegnum hlekk og þá af hvaða vefsíðu eða samfélagsmiðli, hvernig þú notar vefsíðuna, tíma og dagsetning heimsóknar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum, auk upplýsinga um kaup á vörum og þjónustu. Slíkum upplýsingum kann að vera safnað með notkun vefkakna. Að jafnaði fáum við framangreindar upplýsingar beint frá þér en upplýsingarnar kunna þó að koma frá þriðja aðila, t.d. frá stjórnvöldum og eða þjónustuaðilum okkar. Við bendum notendum á að frekari upplýsingar um söfnun upplýsinga má einnig má finna á síðu okkar um vefkökustefnu.

Meðhöndlun og söfnun persónuupplýsinga

Tilgangur með söfnun persónuupplýsinga er að geta uppfyllt pantanir viðskiptavina og til að veita nauðsynlega þjónustu í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga.

Markmið með söfnun persónuupplýsinga er að laga þjónustu viðskiptavina að þeirra þörfum og til að halda utan um og miðla upplýsingum þannig að vörur viðskiptavina komist til skila.

Brnir.is meðhöndlar upplýsingar í trúnaði við viðskiptavini og er tilgangurinn umfram allt að laga þjónustu að viðskiptavinum, að veita betri þjónustu og bæta upplifun viðskiptavina af þjónustu fyrirtækisins. Við söfnum einungis persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita þá þjónustu sem óskað er eftir og einstaklingar samþykkja með skilmálum okkar með heimsókn sinni í netverslun eða pöntunum á vörum.

Miðlun persónuupplýsinga til þriðja aðila

Til að veita nauðsynlega þjónustu og koma vörum til skila til okkar viðskiptavina áskiljum við okkur rétt til að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila. Brnir.is áskilur sér rétt til að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila, slíkur aðili kallast vinnsluaðili samkvæmt persónuverndarlögum.

Persónuupplýsingar eru aldrei seldar eða leigðar til þriðja aðila undir nokkrum kringumstæðum.

Persónuupplýsingum er ekki dreift til þriðja aðila að öðru leyti en því sem fram kemur í skilmálum fyrirtæksins, að samþykki viðskiptavinar liggi fyrir eða að öðrum kosti að ríkar ástæður liggi að baki slíkrar miðlunar.Brnir.is kann að deila upplýsingum, í tölfræðilegum tilgangi, með vinnsluaðilum sem vinna með fyrirtækinu við gæða- og markaðsstarf. Við afhendum þeim einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og gerður er við þá samningur þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um einstaklinga öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.

Við tryggjum þannig vernd persónuupplýsinga í samræmi við lög og reglur um persónuvernd eins og þau eru á hverjum tíma. Þar á meðal er mótun öryggisstefnu um meðferð og öryggi persónuupplýsinga og setningu öryggis- og verklagsreglna eins og krafist er í persónuverndarlögum.

Í þeim tilfellum þegar þriðji aðili (vinnsluaðili) fær aðgang að persónuupplýsingum, tryggir Brnir.is (Stjórnstöðin) trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni með þartilgerðum samningi við vinnsluaðila.

Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar er möguleiki á að við getum ekki útvegað viðkomandi aðila vörur eða veitt þjónustu. Brnir.is nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir.

Réttindi notenda til aðgangs að persónuupplýsingum

Einstaklingar eiga rétt á því að Brnir.is veiti þeim upplýsingar um allar þær persónuupplýsingar sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Þá kann einnig að vera að einstaklingar hafi rétt á að fá afrit af slíkum upplýsingunum.

Einstaklingur á rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um hann séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað.

Póstlistar og skráðir aðgangar viðskiptavina

Stjórnstöðin slf. vinnur með tölvupóstfang, sem einstaklingur hefur skráð og samþykkt notkun á fyrirfram, í útsendingum á markpósti til einstaklinga á póstlista fyrirtækisins. Enn fremur getur einstaklingur skráð upplýsingar eins og t.d. nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og kyn. Þá er óskað eftir samþykki til þess að vinna með upplýsingar um kaup hans á vörum og þjónustu Brnir.is í því skyni að stunda markaðssetningu á vörum og þjónustu Brnir.is.

Endurskoðun persónuverndarstefnu

Markmið Stjórnstöðin slf. er að uppfæra persónuverndarstefnu sína svo hún samræmist þeim kröfum sem gerðar eru hverju sinni og fylgi þeim persónuverndarlögum sem sett eru í landinu á hverjum tíma.

Persónuverndarstefna fyrirtækisins getur því tekið breytingum án nokkurs fyrirvara.

Vefkökustefna

Stjórnstöðin slf. keyrir á vefverslunarkerfi Shopify, sjá þeirra vefkökustefnu hér.Shopify notar margar mismunandi vefkökur þar á meðal nauðsynlegar vefkökur og til að tryggja virkni vefsins, vefkökur fyrir auglýsingar, samfélagsmiðla, vefgreiningar og vefmælingar. Til viðbótar við þær vefkökur sem Shopify notast við, notast vefverslunarkerfið við tengingar við þriðju aðila, svo sem Facebook, Google og YouTube, sem kunna að koma vefkökum sínum fyrir í vafra notenda.

Brnir.is velur að takmarka notkun vefkaka en notar þær þó ásamt öðrum gögnum til að auðkenna notendur. Notkun á vafrakökum gerir Brnir.is kleift að þróa netverslun sína og bæta notendaupplifun, þjónustu og einnig nýtist hún til markaðssetningar.

Með því að nota vefsíðu Stjórnstöðvarinnar samþykkirðu notkun á vafrakökum.

Hvað eru vefkökur?

Vefkökur geta flokkast á ýmsa vegu en þeir yfirflokkar á vefkökum sem eru notaðir á vefsíðu Stjórnsvöðarinnar eru:

- Nauðsynlegar vefkökur

Þessar vefkökur eru nauðsynlegar til að veita þér þá þjónustu sem er í boði gegnum vefsvæði okkar og til að nota suma af eiginleikum þess, eins og aðgang að öruggum svæðum. Vegna þess að þessar vefkökur eru nauðsynlegar til að birta vefsvæðin geturðu ekki hafnað þeim án þess að það hafi áhrif á virkni vefsvæða okkar. Þú getur útilokað þær eða eytt þeim með því að breyta stillingum vafrans, eins og lýst er undir fyrirsögninni „Hvernig get ég stjórnað vefkökum?“ í þessari vefkökustefnu.

- Virknikökur

Þessar vefkökur safna upplýsingum sem notaðar eru annaðhvort í samanteknu formi til að hjálpa okkur að skilja hvernig vefsvæðin okkar eru notuð eða hversu gagnlegar markaðsherferðir okkar eru, eða til að hjálpa okkur að sérstilla vefsvæði okkar og forrit fyrir þig til þess að bæta upplifun þína, t.d. með vali á tungumáli og svæði. Þú getur útilokað þær eða eytt þeim með því að breyta stillingum vafrans, eins og lýst er undir fyrirsögninni „Hvernig get ég stjórnað vefkökum?“ í þessari vefkökustefnu.

- Markaðssetningarkökur (markauglýsingakökur/auglýsingakökur)

Þessar vefkökur, sem eru vefkökur frá þriðju aðilum, eru notaðar til að gera auglýsingar meira viðeigandi fyrir þig og áhugamál þín. Þær gegna einnig hlutverkum á borð við að koma í veg fyrir að sama auglýsingin birtist aftur og aftur, tryggja að auglýsingar birtist á réttan hátt og í sumum tilvikum að velja auglýsingar á grunni áhugamála þinna. Velja má að samþykkja ekki þessar vefkökur eða eyða þeim síðar.

Vefkökur geta gert vefupplifun þína betri með því að leyfa síðunni að muna þitt val og þínar aðgerðir. Með geymslu slíkra upplýsinga er óþarfi fyrir þig að slá aftur inn upplýsingar í hvert sinn sem þú heimsækir vefsíðuna eða flakkar milli undirsíðna. Vefkökur veita einnig upplýsingar um hvernig notendur nota vefsíðuna, t.d. hvort þeir séu að heimsækja hana í fyrsta sinn eða hvort þeir séu reglulegir gestir. Brnir.is notar þær upplýsingar og gögn sem safnað er m.a. til að bera kennsl á notandann og vita hversu oft hann heimsækir netverslunina, hvaða vörur neytandi setur í körfuna sína, hvernig fyrri pantanir neytanda voru og til að kynna viðskiptavinum fyrir vörum sem gætu vakið þeim áhuga.

Vefkökurnar eru hannaðar til að þjóna þörfum neytanda og notum við vefkökur mest megnis til að gera vefsíðuna og netverslunina ánægjulegri í notkun fyrir neytandann og bæta hans upplifun. Stjórnstöðin notar Google Analytics til vefmælinga og vefgreiningar.