Skilmálar

Velkomin(n) á síðuna okkar, kæri viðskiptavinur. Gaman að sjá þig. Hérna geturðu lesið skilmálana okkar ef þú ert í stuði og vilt lært meira um þau viðmið sem við vinnum eftir. Eigandi Brnir.is (Stjórnstöðin) er Birnir Sigurðarson, sem rekur vefverslunina og ábyrgist vörumerkið.

Skil eða skipti

Ef þú villt skila vöru eða skipta um stærð skalt þú endilega senda póst á birnirbns@gmail.com og við græjum það fyrir þig. ATH. vörur þurfa að vera ónotaðar, í þeim pakkningum sem þú fékkst þær svo að þú getir skilað þeim. Fyrirfram þakkir.

Persónuvernd og vefkökur

Fyrir okkur er öryggi í fyrirrúmi og leggjum við mikið upp úr því að tryggja okkar viðskiptavinum að persónuupplýsingar séu meðhöndlaðar með þeim hætti. Hægt er að nálgast persónuverndarstefnu okkar hérna, þar sem einnig er hægt að nálgast vefkökustefnu okkar. Vefkökurnar eru litlar textaskrár sem vefsvæðið setur inn á tölvuna þína til þess að Brnir.is þekki þig aftur og viðskiptin verði straumlínulöguð.

Sendingar

Það tekur pantanir 2 daga að fara í gegnum kerfið og komast af stað til þín. Við sendum einungis vörur innan Íslands. Stjórnstöðin áskilur sér rétt til að breyta skilmálum er varða verð, afhendingar- og sendingarmáta, án fyrirvara.

Tilkynningar

Stjórnstöðin hefur leyfi til að senda þér tilkynningar með rafrænum hætti á það netfang og eða símanúmer sem notandi hefur gefið upp í tengslum við þjónustuna. Við reynum að tryggja að allar tilkynningar berist notanda fljótt og örugglega en ábyrgjumst þó ekki að tilkynningar komist rétt og tímanlega til skila. Við berum enga ábyrgð á og erum ekki skaðabótaskyld vegna þeirra tilkynninga sem við kunnum að senda þér, hvorki vegna innihalds né vegna þess að tilkynningar berast ekki á réttum tíma. Með því að samþykkja þessa skilmála veitir þú okkur leyfi til að senda þér tölvupóst í markaðslegum tilgangi (það er alltaf hægt að afskrá sig af póstlistum Stjórnstöðvarinnar).

Öryggisbrestur

Ef að þú verður var eða vör við óeðlilega notkun eða greiðslur af greiðslukortinu þínu á Brnir.is sem þú telur þig ekki hafa framkvæmt, týndir símanum eða grunar að óviðkomandi aðili hafi vitneskju um aðgangsupplýsingar að aðganginum þínum, er það á þinni ábyrgð að láta okkur vita eða loka án tafar fyrir aðganginn og/eða kortið. Stjórnstöðin áskilur sér þann rétt að loka fyrir aðganginn þinn eða aðra notenda ef grunur er um misnotkun eða ranga notkun af einhverju tagi kemur upp, að einhliða mati. Ef engin notkun hefur átt sér stað í 12 mánuði höfum við þann rétt að loka aðganginum þínum.

Öryggi á vefnum

Við leggjum okkur fram við að vernda persónulegar upplýsingar með því að nota þá öryggisstaðla sem viðeigandi eru eftir eðli upplýsinganna. Við gerum allt sem skynsamlegt og viðeigandi getur talist til að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar glatist, verði stolið, óviðkomandi fái aðgang að þeim, þær verði opinberaðar, afritaðar, notaðar, þeim breytt eða eytt. Við leggjum sérstaka áherslu á að tryggja öryggi upplýsinganna þegar keyptar eru vörur hjá Stjórnstöðinni. Nánar í persónuverndarstefnu Stjórnstöðvarinnar.

Breytingar á skilmálum

Þú hefur aðgang að gildandi skilmálum á vef Stjórnstöðvarinnar. Brnir.is áskilur sér rétt til að breyta ákvæðum skilmála einhliða. Komi til breytinga á skilmálum sem eru þér til óhagræðis munu þær verða kynntar með minnst 30 daga fyrirvara með skilaboðum í gegnum síðuna, SMS-tilkynningu eða tölvupósti á skráð netfang. Aðrar breytingar sem eru til hagræðis fyrir notanda, má tilkynna með skemmri fyrirvara. Þú samþykkir framangreindar aðferðir við upplýsingagjöf til þín. Í tilkynningu um breytta skilmála skal vakin athygli á því í hverju breytingar eru fólgnar og réttar þíns til að segja upp þjónustunni. Við lítum svo á að þú hafir samþykkt breytingar ef þú notar Brnir.is eftir að nýir skilmálar hafa verið kynntir og teknir í gildi. Stjórnstöðin áskilur sér rétt til að hafa samskipti við þig og aðra notendur í gegnum SMS-skilaboð, með skilaboðum í gegnum heimasíðuna eða tölvupósti á skráð netfang.

Gildistími

Skilmálar þessir eru gefnir út af Stjórnstöðin slf. og gilda frá og með 5. desember 2021 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.