Nýjasta plata Birnis, án efa eins sérstæðasta tónlistarmanns sem Ísland hefur alið af sér síðustu ár, er þétt vafinn textíll. í flestum lögum er hver stafkrókur þrungin merkingu og hrífandi myndmáli. Í lögum eins og Vogur, Baugar, 200 og Slæmir ávanar leggur Birnir spilin á borðið og hrífur lesandann inn í heim drauma og langana, angistar og kvala, hæða og lægða - heim Birnis.

- Oddur Þórðarson, Morgunblaðið.

Bushido

Ég gerði Bushido á árunum 2019 til 2021. Efnið á plötunni snýst að hugsunum mínum, tilfinningum og þeim atburðum sem hafa átt sér stað síðustu ár. Umslagið er gert út frá hugmynd eftir Þórstein Sigurðsson og hannað af Viktori Weisshappel. Pródúseringin er eftir Þormóð, Young Nazareth, BNGRBOY, Mistersir og Auður.

- Birnir.

leftImage
rightImage
Bushido á Spotify
tracklist
Matador

Matador er fyrsta plata Birnis. Fyrir þessa útgáfu hafði Birnir gefið út hin geysivinsælu lög Já ég veit, Joey Cypher og Út í geim. Matador kom út 20. Ágúst 2018 og fékk mjög góðar viðtökur. Platan inniheldur 9 lög og fær Birnir aðstoð frá góðum gestum á borð við Flóna, Bleache, Joey Christ, GDRN, Unnstein Manuel og JFDR. Young Nazareth sá um lagaútsetningu ásamt BNGRBOY.

leftImage
rightImage
Matador á Spotify
tracklist
Birnir - Spurningar (feat. Páll Óskar)
Birnir - Spurningar (feat. Páll Óskar)
Birnir & Lil’ Binni - PBS
Birnir - Út í geim (Live)
BIRNIR - EKKI SWITCHA